Holað í steininn. Sýning á verkum úr steini, beini og tré

Haldið verður upp á afmælisdag Kópavogs þann 11. maí, kl. 16:00 með opnun sýningar á verkum Hauks Einarssonar, Holað í steininn.
20110510140925214321.jpg
Tilefni sýningarinnar er myndarleg gjöf Guðríðar Gísladóttur, ekkju Hauks heitins, á úrvali steina og kristalla sem þau hjónin söfnuðu og Guðríður færði Náttúrufræðistofunni fyrir skömmu. Í ljós kom að á heimili hjónanna var ekki einungis að finna gott steinasafn, sem nú er að hluta til í eigu Náttúrufræðistofunnar, heldur einnig athyglisvert safn af listmunum eftir Hauk.
Um er að ræða ýmsa muni og gripi sem Haukur meitlaði, svarf og skar í stein, bein og tré. Öll verkin eru unnin í íslenskan efnivið. Hluta þessara verka úr einkasafni Guðríðar býðst almenningi að skoða á sýningunni.
20110510150613077953.jpgAf handbragði Hauks heitins er ljóst að hann var mjög hagur í höndum, listfenginn og þolgóður. Sérstaka athygli vekja steinverkin en fáir hafa haft kunnáttu og þolgæði til að vinna í íslenskan stein.
Haukur byrjaði strax á fermingaraldri að fást við handverk og hélt þeirri iðju áfram nær til dánardægurs, liðlega 84 ára. Hann var sjálfmenntaður á listasviðinu, stóð utan við listamannahópa og stílinn hans má flokka undir alþýðulist (naivism).
Slík list er oft sögð hafa barnslegt og einfalt yfirbragð. Það kann vel að vera og í raun ekki leiðum að líkjast. Jafnframt má segja að slíkur stíll feli í sér tiltekinn hreinleika og hrekkleysi – líkt og börn búa yfir. Það eru eftirsóknarverðir eiginleikar.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Hauk við eitt verka sinna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

12
okt

23
okt

09
nóv

Sjá meira

Consent Management Platform by Real Cookie Banner